Ásmegin sjúkraþjálfun var stofnuð haustið 2008 af sjúkraþjálfurunum Axel Bragasyni, Guðlaugu Kristjánsdóttur og Kristni Magnússyni. Árið 2015 tók Kristinn alfarið við rekstrinum og hefur haft einvala lið sjúkraþjálfara sér við hlið.

 
Samstarf sjúkraþjálfunarinnar við Ásvallalaug, Reebok Fitness og Sundfélag Hafnarfjarðar

Stofan er starfrækt í húsnæði sundmiðstöðvar á Völlunum í Hafnarfirði, í samstarfi við Ásvallalaug, Gym Heilsa og Sundfélag Hafnarfjarðar.

 

Möguleikar á fjölbreyttri hreyfingu og heilsurækt

Við erum þakklát fyrir að starfa í fallegu og fjölbreyttu umhverfi Ásvallalaugarinnar. Nálægð við líkamsræktina hjá Gym Heilsa, sundlaugar, potta og gufubað, auk hins margbreytilega umhverfis utandyra með allra handa göngustígum, Ásfjalli og Ástjörninni, gefur möguleika á fjölbreyttri hreyfingu og heilsurækt.

 

Framúrskarandi sjúkraþjálfun

Markmið Ásmegin sjúkraþjálfunar er að veita framúrskarandi sjúkraþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa, byggða á nýjustu þekkingu. Námskeiðahald er markmið út af fyrir sig enda aðstaðan vel fallin til slíks.

Við vonumst til að umhverfið hvetji útskrifaða skjólstæðinga okkar til að halda áfram líkamsþjálfun, sem og að geta orðið viðskiptavinum sundlaugarinnar, Gym Heilsa,  hópum hjá Janus heilsuefling og iðkendum hjá SH innan handar ef á bjátar og líkamlegir kvillar hamla virkni.

 

Sívirk endurmenntun sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar Ásmegin eru virkir í sí- og endurmenntun. Kristinn starfaði um árabil fyrir fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara og er því virkur stuðningsmaður í endurmenntun sjúkraþjálfara á Íslandi.

Verið hjartanlega velkomin!