Boðið er upp á vatnsleikfimi fyrir 67 ára og eldri í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Félag eldri borgara í Hafnarfirði.

Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:40 - 15:20. Kennsla fer fram í litlu, grunnu lauginni.

Vatnsleikfimin er þátttakendum 67 ára og eldri að kostnaðarlausu en greiða þarf aðgangseyri eins og við venjulega sundferð.

Yngri en 67 ára, öryrkjar og einstaklingar með lögheimili utan Hafnarfjarðar greiða 3.000 krónur á mánuði, auk aðgangseyris í laug.

Leiðbeinandi er Kristinn Magnússon, sjúkraþjálfari.

Kristinn Magnússon, sjúkraþjálfari
Til að sjá starfsferil smellið hér...