Sjúkraþjálfun
Markmið sjúkraþjálfunar er að stuðla að því að líkaminn starfi á sem eðlilegastan hátt. Sjúkraþjálfarar veita skjólstæðingum sínum fræðslu um líkamsstöðu og vinnustellingar, þjálfunarmeðferð, mjúkvefja- og liðlosun ásamt nálastungum og rafmagnsmeðferð.
Ferli
- Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt tilvísun læknis, eins og kveðið er á um í lögum um sjúkraþjálfun.
- Þarfnist þú aðstoðar sjúkraþjálfara, þarftu því að fá tilvísun hjá lækni.
- Meðferðafjöldi og tíðni ræðst af árangri og byggir á sameiginlegri ákvörðun sjúkraþjálfara og skjólstæðings, ásamt þeim takmörkunum sem Sjúkratryggingar Íslands setja. Meðferð er hætt þegar fullnægjandi árangri hefur verið náð eða ljóst þykir að frekari árangur náist ekki.
Fyrsti tíminn
- Komið er inn um aðalinngang sundlaugarinnar á Ásvöllum, gengið upp á aðra hæð (lyfta er í húsinu) og farið út á svalirnar fyrir ofan sundlaugina. Þar er inngangurinn í sjúkraþjálfunina.
- Gott er að vera í þægilegum, mjúkum fötum og hreinum íþróttaskóm.
- Í fyrsta tíma fer fram skoðun og mat.
- Vinsamlega gakktu vel um klefa og sali.
- Kvitta þarf og greiða fyrir hvern tíma í móttökunni.
Kostnaður og greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands
- Kynnið ykkur greiðsluþátttöku SÍ á www.sjukra.is
- Greiða skal fyrir hvert skipti. Hafi ekki verið greitt fyrir meðferð 1 mánuði eftir að hún fór fram verður greiðsluhluti sjúklings sendur í innheimtu að viðbættum innheimtukostnaði.
- Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum.
- Eftir ákveðinn fjölda meðferða gefa Sjúkratryggingar Íslands afslátt. Leitaðu nánari upplýsinga hjá þínum sjúkraþjálfara.
- Sé um að ræða slys fer það eftir því hvernig það bar að höndum hvort Sjúkratryggingar Íslands eða tryggingafélög greiða meðferð fyrir sjúkling.
- Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði við endurhæfingu félagsmanna sinna.
Afboðun
- Vinsamlegast kynnið ykkur afboðunar- og skrópgjöld. Vinsamlega afboðið fyrir kl 14 daginn áður símleiðis til að komast hjá gjaldi.
- Mæti fólk illa áskilur sjúkraþjálfari sér rétt til að úthluta bókuðum tímum til annarra sjúklinga sem bíða meðferðar.
Með fyrirfram þökk fyrir góða samvinnu.
Ásmegin sjúkraþjálfun.