top of page

Thai Chi námskeið fyrir gigtveika

Nýtt kynningarnámskeið í Tai Chi for Arthritis (TCA) hefst 1. september 2022. Kennari er Anna Kristín Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og viðurkenndur leiðbeinandi í TCA.



Ávinningur

Ávinningurinn er betra líkamlegt og andlegt jafnvægi, bætt líkamsstaða, samhæfing, styrkur, liðleiki, aukin einbeiting og betri andleg líðan.


Hvar og hvenær?

  • Í sal Gym heilsu hjá Ásmegin sjúkraþjálfun, Ásvöllum 2, Hafnarfirði.

  • Níu skipti frá 1 til 29.september 2022

Fyrir hverja?

Fyrir þá sem eru að kljást við gigtarsjúkdóma, stoðkerfisvanda og stirðleika. Námskeiðið hentar best þeim sem geta staðið óstuddir í svolitla stund og sem vilja prófa TCA sem leið fyrir sig til bættrar heilsu.


Hvernig skrái ég mig?

  • Ert með virka beiðni um sjúkraþjálfun

  • Hefur samband við Ásmegin sjúkraþjálfun asmegin@asmegin.net eða í síma 555 6644

  • 16 pláss í boði


Um kennarann


Anna Kristín Kristjánsdóttir er sjúkraþjálfari (SSGI 1972) og BBAT þerapisti (IBK1996) með kennsluréttindi í BBAT frá Institutet i Basal Kroppskännedom Svíþjóð (IBK 2005) og diplomu í Basic Body Awareness Methodology (BBAM) frá Háskólanum í Bergen (HB 2006). Hún hefur einnig réttindi til að veita faghandleiðslu (EHÍ 1991) og til að kenna Tai Chi for Arthritis (TCA 2012).

Anna Kristín starfaði lengst af á geðsviði LSH og síðar með öldruðum. Kenndi líkamsbeitingu um árabil í sjúkraliða- og hjúkrunarskólanum og hjá ýmsum stéttafélögum. Var stundakennari við HÍ frá 1987-2008. Undanfarin ár hefur hún kennt líkamsvitund á námskeiðum á vegum Geðheilsustöðvar Breiðholts og haldið námskeið í TCA hjá Gigtarfélagi Íslands og Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi. Hún hefur einnig haldið námskeið í BBAT fyrir sjúkraþjálfara.

Comentários


bottom of page