top of page

Hagnýtar upplýsingar.

Gjaldskrá, beiðnir og bókanir

024A1017 copy_edited.jpg
024A0931.jpg
 • Hvernig fær ég um viðbótarmeðferð?
  Samkvæmt reglugerð á sjúkratryggður, sem þarf á þjálfun að halda að mati læknis og þjálfara, rétt á allt að15 skiptum í þjálfun á einu ári., þ.e. 365 dagar talið frá fyrsta meðferðarskipti. Sjúkratryggður getur einnig átt rétt á nauðsynlegri þjálfun umfram 15 skipti á einu ári. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku SÍ í meðferð umfram 15 skipti á 12 mánuðum. Sjúkraþjálfun fyrir fötluð börn, fjölfatlaða einstaklinga eða vegna frávika frá eðlilegum hreyfiþroska. Sjúkraþjálfun sem er nauðsynlegur liður í endurhæfingu eftir aðgerð, alvarleg veikindi eða slys sem leitt hefur til meiriháttar færniskerðingar. Sjúkraþjálfun vegna eftirtalinna langvinnra sjúkdóma eða annars ástands þar sem sýnt þykir að þjálfunin geti seinkað eða komið í veg fyrir meiri háttar færniskerðingu. Bólgugigtarsjúkdómar eins og liðagigt (RA), Morbus Bechterew, psoriasisgigt eða sambærilegt. Taugasjúkdómar eins og MS, MND, Parkinson, vöðvarýrnunarsjúkdómar eða sambærilegt. Alvarleg (útbreidd) slitgigt,þ.e. slitgigt sem veldur hreyfiskerðingu og verkjum og hefur hamlandi áhrif á athafnir daglegs lífs. Í umsókn þarf að koma framrökstuðningursem skýrirfærniskerðingu. Vefjagigt. Í eitt ár frá greiningu ef sjúklingur er í virku endurhæfingarferli. Í sérstökum tilvikum er heimilt að samþykkja sjúkraþjálfun þó ár sé liðið frá greiningu ef sýnt er fram á mjög alvarlegt sjúkdómsástand með mælingum,FIQ>70. Langvinnir blóðrásar- og lungnasjúkdómar: Vilyrði fyrir langtímameðferð er að viðkomandi sé í háum eða miðlungs áhættuflokki fyrir endurteknum vandamálum frá hjarta við þjálfun eða sé háður súrefni við æfingar. Sjúkraþjálfun í heimahúsi þegar sjúkraþjálfun er nauðsynlegur þáttur í því að sjúklingur geti dvalið heima. Alltaf þarf að óska eftir fyrirfram samþykki SÍ vegna heimaþjálfunar. Samþykkt er heimameðferð 100% ef um er að ræða einstaklinga sem hafa mjög skerta sjálfsbjargargetu vegna súkdómsástands,sbr.5. mgr. 21. gr.reglugerðar nr.225/2018. Sjúkraþjálfari þarf að óska eftir og rökstyðja stæðu fyrir 100% greiðsluþátttöku. Ef sjúkratryggður hefur nýtt heimild sína en er vísað aftur til sjúkraþjálfara vegna nýrra vandamála getur SÍ samþykkt allt að 15 skiptum á nýja beiðni enda sé skýrt að um nýtt óskylt vandamál sé að
 • Hvað kostar tíminn?
  Kostnaður við sjúkraþjálfun er niðurgreiddur að hluta af Sjúkratryggingum Íslands og telur inn í kostnað við almenna læknisþjónustu. Það sem þú borgar í hveret sinn fer því eftir því hver staðan þín er hjá SÍ. Upplýsingar um hvernig kerfið virkar má finna hér . Greiða skal fyrir hvert skipti hjá sjúkraþjálfara í samræmi við greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands Hægt er að greiða með debet- og kreditkortum hjá Ásmegin sjúkraþjálfun. Eftir ákveðinn fjölda meðferða gefa Sjúkratryggingar Íslands afslátt. Leitaðu nánari upplýsinga hjá þínum sjúkraþjálfara. Sé um að ræða slys fer það eftir því hvernig það bar að höndum hvort Sjúkratryggingar Íslands eða tryggingafélög greiði meðferð fyrir þig. Flest stéttarfélög taka þátt í kostnaði við endurhæfingu félagsmanna sinna. Einstaklingsmeðferð Vinsamlegast kynnið ykkur greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands. Smellið hér... Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands er uppfærð á 6 mán fresti Einnig er greitt viðbótargjald fyrir hvern tíma Börn undir 18 ára greiða viðbótargjald í sjúkraþjálfun og þurfa einnig læknisbeiðni Skoðunargjald Við upphafsskoðun greiða sjúklingar skoðunargjald auk meðferðargjalds og viðbótargjalds Innheimta Hafi ekki verið greitt fyrir meðferð 1 mánuði eftir að hún fór fram verður greiðsluhluti sjúklings sendur í innheimtu að viðbættum innheimtukostnaði.
 • Þarf ég beiðni?
  Sjúkraþjálfun er almennt veitt eftir beiðni frá lækni sem skoðað hefur þig og metið þörf á þjálfun. Vinsamlegast komdu með beiðnina með þér í fyrsta tímann. Þó er heimilt að leita til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni í allt að 6 skipti en þá er þjálfunin ekki niðurgreidd. Til að njóta niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands er þó nauðsynlegt að hafa skriflega beiðni frá lækni ef þörf er á meira en 6 meðferðum á hverju 12 mánaða tímabili. Sjúkratryggður einstaklingur sem þarf á þjálfun að halda á rétt á allt að 15 nauðsynlegum meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti. Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð. Nánari upplýsingar er að finna á vef Sjúkratrygginga.
 • Hvernig er kostnaðarþáttaka Sjúkratrygginga Íslands?
  Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi njóta niðurgreiðslu á meðferð sjúkraþjálfara skv. reglugerð heilbrigðisráðherra sem skoða má hér. Sjúkratryggðir greiða 90% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun. Veita má sjúkratryggðum sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári. Í almanaksmánuði greiðir greiðir sjúkratryggður að hámarki kr. 24.600 fyrir heilbrigðisþjónustu, en í hverjum mánuði að lágmarki kr. 4.100 Aldraðir og öryrkjar greiða 60% af heildargjaldi gegn framvísun beiðni um sjúkraþjálfun. Veita má sjúkratryggðum sjúkraþjálfun án beiðni, að hámarki 6 skipti á ári. Í almanaksmánuði greiða aldraðir og öryrkjar að hámarki kr. 16.400 fyrir heilbrigðisþjónustu en að lágmarki kr.2.733. Börn 2ja-17 ára greiða ekkert gjald fyrir þjálfun gegn framvísun beiðni, annars greiða þau 30% af gjaldi sjúkratryggðra. Börn yngri en 2ja ára og börn með umönnunarmat greiða ekkert fyrir þjálfun. Börn með sama fjölskyldunúmer teljast sem einn einstaklingur og greiða börn sömu fjölskyldu kr. 16.400 fyrir heilbrigðisþjónustu að hámarki í hverjum almanaksmánuði og kr. 2.733 að lágmarki.
 • Hvernig kemst ég í sjúkraþjálfun?
  Ef þú vilt komast í sjúkraþjálfun þarftu að fá tilvísun hjá lækni. Hægt er að fá allt að 6 skipti án þess að hafa beiðni. Sjúkraþjálfarar starfa samkvæmt tilvísun læknis, eins og kveðið er á um í lögum um sjúkraþjálfun. Meðferðafjöldi og tíðni ræðst af árangri og byggir á sameiginlegri ákvörðun sjúkraþjálfara og skjólstæðings, ásamt þeim takmörkunum sem Sjúkratryggingar Íslands setja. Meðferð er hætt þegar fullnægjandi árangri hefur verið náð eða ljóst þykir að frekari árangur náist ekki, ef svo er má fá aðstoð við að komast í fasta hreyfingu til að viðhalda lífsgæðum.
 • Hvernig er fyrsti tíminn hjá Ásmegin?
  Þegar þú mætir í fyrsta tímann er gott er að vera í þægilegum, mjúkum fötum og hreinum íþróttaskóm. Komið er inn um aðalinngang sundlaugarinnar á Ásvöllum, gengið upp á aðra hæð (lyfta er í húsinu) og farið út á svalirnar fyrir ofan sundlaugina. Þar til hægri er inngangurinn í sjúkraþjálfunina. Í fyrsta tíma fer fram skoðun og mat. Sjúkraþjálfari ráðleggur með fráhaldið og næsta tíma getur þú bókað hjá honum eða í móttökunni. Kvitta þarf og greiða fyrir hvern tíma í móttökunni.
 • Er aukagjald hjá sjúkraþjálfurum?
  Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki gert samninga við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa á einkareknum stofum og rann síðasti samningur út í febrúar 2020. Þar sem ekki eru samningar á milli aðila er greiðsluþáttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna þeirra þjónustu í dag samkvæmt reglugerð nr. 1364/2019 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjúkraþjálfara sem starfa utan samnings og með seinni tíma breytingum nr. 1453/2020. Greiðsluþátttaka SÍ er því samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar. Ef sjúkraþjálfari leggur á aukagjald umfram það sem segir í gjaldskrá þá ganga þau gjöld ekki upp í greiðsluþáttökukerfið.
 • Hvernig virka slysa- og tryggingamál?
  Slysatrygging við heimilisstörf á skattaskýrslu Einstaklingar sem lenda í bótaskyldu slysi geta átt rétt á slysabótum frá ríkinu. Bótaskyld eru, að öðrum forsendum uppfylltum, slys við vinnu, iðn- eða verknám, björgunarstörf og íþróttir. Slys við heimilisstörf eru einnig bótaskyld ef sótt var um tryggingu á skattframtali. Slysatrygging nær einnig til atvinnusjúkdóma sem orsakast af vinnu eða aðstæðum í starfsumhverfi. Slysabætur hins slasaða ná til endurgreiðslu sjúkrakostnaðar eins og sjúkraþjálfunar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ ) Þeir sem verða fyrir íþróttaslysum hjá íþróttafélagi sem heyrir undir ÍSÍ og eru undir leiðsögn þjálfara eiga rétt á 40% endurgreiðslu kostnaðar við sjúkraþjálfun. Fylla þarf út tilkynningu, fá afrit af læknabeiðni og fara með reikninginn til ÍSÍ. Smellið hér. Tryggingafélög Kostnaður vegna sjúkraþjálfunar eftir bílslys er að fullu bætt og mörg frístundaslys ef fólk er með heimilistryggingu. Ef fólk verður fyrir slysi ber tryggingafélögum eftir atvikum að greiða allan útlagðan kostnað einstaklingsins vegna sjúkraþjálfunar.
 • Er hægt að fá kostnaðinn endurgreiddan?
  Endurgreiðsla Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun fyrir alla sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi. Einstaklingur sem þarf á sjúkraþjálfun að halda ber hluta af kostnaði sjálfur. Eftir atvikum er hægt að fá hluta þess kostnaðar sem fellur á einstaklinginn endurgreiddan hjá stéttarfélögum, tryggingafélögum eða öðrum aðilum. Ásmegin sjúkraþjálfun ehf annast innheimtu á hlut Sjúkratrygginga Íslands. Stéttarfélög Öll helstu stéttarfélög taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun. Einstaklingur þarf að greiða fyrir sjúkraþjálfunina en getur síðan farið með reikninginn til stéttarfélagsins og fengið hluta hans endurgreiddan. Sum stéttarfélög vilja fá afrit af læknabeiðninni með reikningum. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi. Sjúkratryggingar Íslands Vinnuslys eru greidd að fullu af Sjúkratryggingum Íslands ef þau hafa verið tilkynnt af atvinnurekanda til Vinnueftirlits ríkisins og Sjúkratrygginga Íslands. Smellið hér. Eyðublöð Sjúkratrygginga Íslands. Smellið hér. Aukin útgjöld vegna sjúkraþjálfunar Sjúklingar sem orðið hafa fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja, sjúkra-, iðju- og talþjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu kostnaðar að hluta hjá Sjúkratryggingum Íslands. Smellið hér.
bottom of page