top of page

Sjúkraþjálfun hjá Ásmegin.

Skoðun, greining og meðhöndlun.
 

Gym Room
024A1004.webp

Sjúkraþjálfun er samvinna

Við vinnum að því að bæta, viðhalda eða endurheimta hreyfigetu og virkni fólks. Ferlið er samvinna á milli okkar og skjólstæðingsins og byggir á faglegri nálgun. Þekkingin á mannslíkamanum og hreyfifærni hans er lykilatriði þegar við greinum það sem er að. Meðferð og þjálfun ákvarðast af markmiði sjúkraþjálfunar sem getur verið heilsuefling, forvarnir, meðhöndlun, þjálfun, hæfing eða endurhæfing.

Bati og bætt lífsgæði

Við hjá Ásmegin sjúkraþjálfun leggjum áherslu á að stuðla að auknum lífsgæðum með því að vinna með líkamann og skoða alla þætti sem skipta máli í bataferlinu.

Það sem við gerum:

  • skoðum þig og greinum vandann

  • gerum meðferðaráætlun

  • upplýsum þig um horfur og framkvæmd

  • veitum ráðgjöf um hvernig sé best að halda áfram

  • metum árangur meðferðar

  • kennum þér aðferðir til sjálfshjálpar

Trúnaður og þagnarskylda

Sjúkraþjálfarar eru löggild heilbrigðisstétt með starfsleyfi frá Landlækni og lúta siðareglum stéttarinnar. Í starfi okkar er mikilvægt að virða trúnað, faglegar takmarkanir og þagnarskyldu.

Einstaklingsmeðferð og hópar

024A0934 copy.jpg

Einstaklingsmeðferð

Einstaklingsmeðferð okkar byggir á góðri greiningu og mati, meðferðaráætlun og heildrænni nálgun. Við notum fjölbreyttar aðferðir og vinnum með okkar skjólstæðingum bæði á bekk og í sal eða í vatni þegar þess er þörf.

 

Við notum æfingar sem styrkja, liðka og auka úthald ásamt því að beita nálastungum, nuddi, hita og kuldameðferð, laser, hljóðbylgjum og liðlosun og teipun þar sem það á við.

 

Við leggjum áherslu á samvinnu og fræðslu til að gera fólk sjálfbært í eigin endurhæfingu.

Íþróttaendurhæfing

Íþróttaendurhæfing er sérhæfð þjálfun fyrir virka íþróttamenn. Kristinn Magnússon, sjúkraþjálfari hjá Ásmegin, er sérhæfður í íþróttaþjálfun og lauk prófi í íþróttaendurhæfingu frá Minnesota State University. Rakel Jóhannesdóttir sjúkraþjálfari vinnur einnig með íþróttafólki.

 

Þau vinna bæði með þróttameiðsl og veita sértæka þjálfum fyrir einstaklinga í íþróttum. Kristinn og Rakel eiga að baki feril sem afreksíþróttafólk og hafa bæði þjálfað og unnið með íþróttamönnum í mismunandi greinum.

 

Sjá meira um Kristinn.

Sjá meira um Rakel.

Hópþjálfun
stoðkerfishópur

Einstaklingsmiðuð hópþjálfun hjá sjúkraþjálfara í sal Ásmegin og tækjasal Gym Heilsu.

Sjúkraþjálfari gerir þjálfunaráætlun fyrir hvern og einn í framhaldi af einstaklingsmeðferð. Þátttakendur þjálfa í hóp í samræmi við eigin forsendur og getu.

 

Sjúkraþjálfari leiðbeinir í tímunum og er í salnum með hópnum. Hópmeðferð hjá sjúkraþjálfara er góð leið til sjálfstæðrar heilsuræktar.

Sjá hóptímatöflu og tíma sem eru í boði hjá sjúkraþjálfurum Ásmegin. Tilvísun frá lækni þarf fyrir alla hóptíma og taka Sjúkratryggingar Íslands þátt í kostnaði.

Vatnsleikfimi
 

Hópatímar í grunnu lauginni í Ásvallalaug eru Í boði fyrir skjólstæðinga í sjúkraþjálfun hjá Ásmegin með beiðni frá lækni.

 

Markmið tímanna er að þjálfa þrek og styrk með fjölbreyttum æfingum í vatni. Áhersla er lögð á að hreyfa vel alla liði, svo sem háls, herðar og axlir. Jafnframt því eru gerðar styrktaræfingar fyrir fætur, þol- og jafnvægisþjálfun.

 

Þjálfarar eru:
Fergus Mathews sjúkraþjálfari

Rakel Jóhannesdóttir

Vatnsleikfimi
fyrir eldri borgara

Boðið er upp á vatnsleikfimi fyrir 67 ára og eldri í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Félag eldri borgara í Hafnarfirði. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:40 - 15:20. Kennsla fer fram í litlu, grunnu lauginni í Ásvallalaug.

Vatnsleikfimin er þátttakendum 67 ára og eldri að kostnaðarlausu en greiða þarf aðgangseyri eins og við venjulega sundferð. Yngri en 67 ára, öryrkjar og einstaklingar með lögheimili utan Hafnarfjarðar greiða 4.000 krónur á mánuði, auk aðgangseyris í laug.

Leiðbeinandi er Kristinn Magnússon, sjúkraþjálfari.

Vatnsleikfimi
hreyfistjórn og hlaup

Einstaklingsmiðuð hópþjálfun í vatni undir leiðsögn sjúkraþjálfara, þar sem áhersla er lögð á hreyfistjórn, stöðugleikaþjálfun og jafnvægi. Þjálfunin nýtist vel sem viðhaldsmeðferð í framhaldi af einstaklingsmeðferð hjá sjúkraþjálfara og er einnig góður valkostur til uppbyggingar fyrir fólk með stoðkerfiseinkenni sem langar að komast af stað í heilsurækt.

Kostir þjálfunar í vatni eru m.a. að með því að draga úr áhrifum þyngdaraflsins dregur úr verkjum og álagi á liðamót. Vatnið gefur einnig kost á einstaklingsmiðuðu álagi, þar sem ýmist má nota vatnið til stuðnings eða til að mynda mótstöðu gegn hreyfingum.

bottom of page