top of page

Ásmegin sjúkraþjálfun.

Stuðningur, úthald og styrkur.

Yoga Class_edited.jpg
024A1166 copy.jpg

Kristinn Magnússon &
Rakel Jóhannesdóttir

Sjúkraþjálfarar og eigendur
Ásmegin sjúkraþjálfun ehf

 

Við erum hér fyrir þig

Ásmegin sjúkraþjálfun var stofnuð 2008. Eigendur stofunnar eru Kristinn Magnússon sjúkraþjálfari sem jafnframt er framkvæmdastjóri og Rakel Jóhannesdóttir sjúkraþjálfari sem er starfsmannastjóri. Með okkur starfar einvala lið sem leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, nýjustu þekkingu og virkan stuðning við skjólstæðinga.

 

Virk endurmenntun og áratuga reynsla í að skoða, meta og meðhöndla fólk með mismunandi tegundir sjúkdóma og einkenna gera okkur kleift að bjóða skjólstæðingum okkar framúrskarandi sjúkraþjálfun.

Hjá okkur hefur breiður hópur fólks með  stoðkerfisvanda, hreyfiskerðingar, sjúkdóma og íþróttameiðsl náð góðum bata. Markmið okkar er ávallt að styðja okkar skjólstæðinga til sjálfsbjargar og aukinna lífsgæða.
 

Í samstarfi við Gym Heilsu og Ásvallalaug

Stofan er starfrækt í húsnæði sundmiðstöðvarinnar á Völlunum í Hafnarfirði. Aðstaðan er góð og við erum í nánu samstarfi við  Ásvallalaug þar sem sundleikfimin fer fram ásamt einstaklingsþjálfun þegar það á við. Einnig erum við í samstarfi við Gym Heilsu og höfum aðgang að góðum tækjasal til þjálfunar, bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Fjölbreytt hreyfing og heilsurækt

Nálægð við líkamsræktina hjá Gym Heilsu, sundlaugina, potta og gufubað, auk hins margbreytilega umhverfis utandyra með allra handa göngustígum, Ásfjalli og Ástjörninni, gefa möguleika á fjölbreyttri hreyfingu og heilsurækt fyrir eða eftir tíma hjá okkur.

Hvetjandi umhverfi og útivist

Við vonumst til að umhverfið hvetji útskrifaða skjólstæðinga okkar til að halda áfram líkamsþjálfun,stunda útivist og nýta göngustíga og bekki í nágrenninu.

 

Virk endurmenntun sjúkraþjálfara

Sjúkraþjálfarar Ásmegin eru virkir í sí- og endurmenntun. Kristinn starfaði um árabil fyrir fræðslunefnd Félags sjúkraþjálfara og er því virkur í endurmenntun sjúkraþjálfara á Íslandi.

 

 

Verið hjartanlega velkomin til okkar.

Nálgun og aðstaða

Nálgun


Við leggjum áherslu á heildræna nálgun í öllu meðferðarferlinu og beitum fjölbreyttum, gagnreyndum aðferðum til að vinna með okkar skjólstæðingum.  Áhersla er lögð á árangur, nærgætni og framfarir. Okkar markmið er að vera til staðar fyrir okkar fólk, losa um kvilla og gera það sjálfstæða sérfræðinga í eigin meðferð. 

Fjölbreytt nálgun skiptir máli þegar við vinnum að því að auka og bæta athafnagetu, líðan og lífsgæði. Við höfum áratuga reynslu í tengja fræðilega þekkingu við raunverulegar aðstæður og hikum ekki við að skoða flóknari mál saman þar sem allir þættir sjúkraþjálfunar koma við sögu.

Aðstaða

Hjá okkur eru hefðbundin meðferðarherbergi, lítill salur til að vinna með jafnvægi og hreyfigetu og stór salur til að vinna með hópa og einstaklinga. Við erum einnig með stóran tækjasal vel búin hefðbundnum líkamsræktartækjum í samstarfi við Gym Heilsu. Hristiplöturnar okkar eru ekki bara góðar til upphitunar og heldur sívinsælar hjá okkar fólki sem nýtur þess að koma og hrista sig fyrir og eftir tíma til auka blóðflæði og slaka á vöðvum.
 

Í Ásvallalaug bjóðum við upp á hópþjálfun fyrir okkar skjólstæðinga, bæði almenna vatnsleikfimi og sundleikfimi fyrir eldri borgara í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ. Sjúkraþjálfarar okkar nýta einnig laugina til að vinna með einstaklingum sem þurfa þannig þjálfun en þjálfun í vatni getur nýst mörgum sem eiga erfitt með hreyfingu.

bottom of page