top of page

Vatnsleikfimi er góður kostur

Við höfum verið með vatnsleikfimi í Ásvallalaug í Hafnarfirði í fjölda ára fyrir okkar skjólstæðinga og fyrir 67 ára og eldri í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og Félag eldri borgara í Hafnarfirði. Vatnsleikfimin hentar einstaklega vel bæði sem viðhaldmeðferð eftir einstaklingsmeðferð hjá sjúkraþjálfara og sem almenn þjálfun fyrir fólk með stoðkerfiseinkenni þar sem auðveldara er að byrja að hreyfa sig í vatni.


Einstaklingsmiðuð hópþjálfun með tilvísun frá lækni

Við bjóðum okkar skjólstæðingum sem hafa tilvísun frá lækni einstaklingsmiðaða hópþjálfun í vatni undir leiðsögn sjúkraþjálfara, þar sem áhersla er lögð á hreyfistjórn, stöðugleikaþjálfun og jafnvægi. Markmið tímanna er að þjálfa þrek og styrk með fjölbreyttum æfingum í vatni. Áhersla er lögð á að hreyfa vel alla liði, svo sem háls, herðar og axlir. Jafnframt því eru gerðar styrkaræfingar fyrir fætur, þol- og jafnvægisþjálfun.


Kostir vatnsleikfimi

Kostir þjálfunar í vatni eru m.a. að með því að draga úr áhrifum þyngdaraflsins dregur úr verkjum og álagi á liðamót. Vatnið gefur einnig kost á einstaklingsmiðuðu álagi, þar sem ýmist má nota vatnið til stuðnings eða til að mynda mótstöðu gegn hreyfingum. Þjálfunin byggir á hreyfistjórn, jafnvægis- og styrktaræfingum fyrir neðri og efri útlimi.


Talaðu við þinn sjúkraþjálfara og athugaðu hvort að vatnsleikfimin henti þér.

bottom of page