top of page

Ásmegin
sjúkraþjálfun

Þinn bati er okkar markmið.

Þjónusta

Physiotherapist_edited.jpg

Sjúkraþjálfun

Við bjóðum einstaklingsmeðferð, hópþjálfun og endurhæfingu fyrir alla aldurshópa. Sjúkraþjálfarar okkar hafa mikla reynslu og faglega þekkingu til að vinna með þér að þínum bata.

 

Við notum fjölbreyttar aðferðir við  meðhöndlun stoðkerfisvanda, meðferð eftir liðskiptiaðgerðir og endurhæfingu.

Hóptímar

Við bjóðum upp á hópþjálfun í tækjasal bæði fyrir hjarta- og lungnasjúklinga og þá sem vilja viðhalda árangri og stuðla að góðu líkamlegu ástandi.

 

Við gerum þjálfunaráætlun fyrir hvern og einn í framhaldi af einstaklingsmeðferð. Þátttakendur þjálfa í hóp í samræmi við eigin forsendur og getu. Þú stjórnar ferðinni með hjálp okkar.

Endurhæfingaráætlanir

Hjá okkur er áralöng reynsla í að vinna með fólki í endurhæfingu frá slysum, veikindum eða áföllum. Við gerum endurhæfingaráætlun með þér og þínum læknum og meðhöndlum þá þætti sem þarf að styrkja.

 

Vatnsleikfimi

Hjá okkur er boðið upp á vatnsleikfimi eftir einstaklingsmeðferð þar sem sjúkraþjálfari leiðbeinir hópnum.

 

Vatnsleikfimi nýtist vel sem viðhaldsmeðferð. Hún er er einnig góð til uppbyggingar fyrir fólk með verki og þá sem vilja stuðning til að komast af stað í heilsurækt.

Íþróttaendurhæfing

Íþróttamenn sem verða fyrir meiðslum eða slysum geta sótt sérhæfða sjúkraþjálfun hjá okkur. Kristinn Magnússon er sérmenntaður í íþróttaendurhæfingu og þjálfun íþróttamanna.

 

Kristinn og Rakel Jóhannesdóttir taka að sér íþróttafólk í sjúkraþjálfun. Þau hafa sértækan skilning á viðfangsefninu þar sem þau eiga bæði feril að baki sem afreksíþróttamenn, Kristinn í sundi og Rakel í knattspyrnu og badminton.

Ráðgjöf

Við veitum ráðgjöf vegna heilsueflingar, forvarna, meðhöndlunar, þjálfunar, hæfingar eða endurhæfingar. Hjá okkur færðu greiningu, sjúkraþjálfun og ráðgjöf sem styður við þitt bataferli og hjálpar þér að ná árangri.

Starfsfólk

Sjúkraþjálfari að störfum

„Sjúkraþjálfun er samvinna.“

„Ég legg áherslu á að vinna þannig með mínum skjólstæðingum að þeir verði sérfræðingar í sjálfum sér og upplifi eigin getu styrkjast í bataferlinu. Góður bati ákvarðast af mörgum þáttum. Þar skiptir góð samvinna sjúkraþjálfara, skjólstæðings og oft á tíðum lækna miklu máli. Ég kenni mínu fólki að viðhalda batanum og þannig náum við árangri saman."
- Kristinn Magnússon, sjúkraþjálfari

Fræðsla

stundatafla
Contact

Stundatafla hóptíma

bottom of page